Viðspyrnustyrkir til atvinnulífs í undirbúningi

Gripið verður til frekari efnahagsaðgerða hins opinbera vegna kórónuveirufaraldursins. Tillögur um það voru samþykktará ríkistjórnarfundi í morgun, en þar ræðir bæði um útvíkkun átekjufallsstyrkjum og nýtt úrræði, svonefnda viðspyrnustyrki, sem ætlað er að styðja við rekstur fyrirtækja á næstu mánuðum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun leggja það til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, að gerðar verði breytingar til útvíkkunar á frumvarpi um tekjufallsstyrki þannig að þeir standi fleirum til boða og til lengri tíma en áður. Tekjufallsstyrkir eru ætlaðir þeim fyrirtækjum, sem orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, frá vori og út mánuðinn, sem nú er að líða. Það mun nýtast bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa þurft að sæta takmörkunum vegna sóttvarnaráðstafana án þess að hafa verið gert að loka.

Meðal helstu breytinga, sem ráðgerðar eru á frumvarpinu, er að fallið skuli frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna, að styrkir verði veittir fyrir allt að fimm stöðugildi, að styrkfjárhæð taki mið af bæði rekstrarkostnaði og tekjufalli, tímabiler lengt í sjö mánuðim að hámarksstyrkur verð17,5 m.kr. á rekstraraðila.

Viðspyrnustyrkir

Þá ætlar fjármálaráðherra leggja fram frumvarp um viðspyrnustyrki, sem gert er ráð fyrir að verði veittir í framhaldi af tekjufallstyrkjum og fram á næsta ár. Því úrræði er ætlað tryggja að fyrirtæki, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna faraldursins, geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist. Viðspyrnustyrkir verða háðir samskonar skilyrðum og tekjufallsstyrkir og verða veittir með reglulegum greiðslum yfir a.m.k. sex mánaða tímabil eða allt fram á mitt næsta ár.

Á ríkissttjórnarfundin varr einnig fjallað um hugsanlega framlengingu hlutabótaleiðarinnar, sem rennur út nú um áramót. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur þegar hafið undirbúning að framlengingu hennar.

Loks má nefna að Alþingi hefur til meðferðar frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um framhald lokunarstyrkja í þá veru, að þeir miðist ekki aðeins við fram komnar takmarkanir sóttvarnaryfirvalda, heldur einnig til frekari takmarkana seinna meir. Úrræðið áná til þeirra, sem gert er að loka eða stöðva starfsemi, en miðað er við að unnt sé að taka við umsóknum um lokunarstyrki um leið og Alþingi afgreiðir málið.

Að sögn fjármálaráðherra er markmið þessara aðgerða, að tryggja sem best getu fyrirtækja til öflugrar viðspyrnu að faraldrinum loknum, að viðhalda samkeppnishæfni og að gera aðstoð til atvinnulífsins einfaldari og skilvirkari.

mbl.is

Bloggað um fréttina