Rjúpnaskyttur haldi sig heima

Rjúpnaveiðitíminn hófst fyrir skömmu.
Rjúpnaveiðitíminn hófst fyrir skömmu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetja alla til að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni gegn útbreiðslu kórónuveirunnar, þar á meðal rjúpnaskyttur.

„Þó að rjúpnaveiði sé holl hreyfing og frískandi útivera þá eru ferðalögin og sérstaklega ferðir á milli landshluta ekki í anda þess sem núverandi reglur í baráttunni við Covid-19 standa fyrir,“ segir í tilkynningu.

„Þessar hörðustu samkomutakmarkanir í lýðveldissögunni eru til þess að draga úr allri starfsemi og samneyti fólks meðan við förum í gegnum erfiðasta hjallann. Staða heilbrigðiskerfisins er erfið og álag vegna ýmissa mála, ekki bara Covid-19 valda því að ekki er á það bætandi," segir einnig í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert