Varað við ísingu á vegum

Ökumenn eru hvattir til að fara varlega.
Ökumenn eru hvattir til að fara varlega. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Veðurvaktin varar við ísingu sem getur myndast á vegum suðvestanlands í kvöld eða í nótt.

„Suðvestanlands eru vegir blautir. Nú hefur létt til og komið hægviðri. Varasöm ísing myndast við þær aðstæður á flestum vegum suðvestanlands síðar í kvöld eða í nótt,“ segir í tilkynningu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi og því um að gera fyrir ökumenn að fara varlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert