Banna veiðar vegna tilmæla almannavarna

Á rjúpnaveiðum.
Á rjúpnaveiðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landeigendur Reykjahlíðar í Mývatnssveit sendu frá sér tilkynningu nú rétt í þessu um að öll rjúpnaveiði á jörðinni væri óheimil næstu tvær vikur. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins og tilmæla frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Frétt af mbl.is

Þá óska landeigendur þess að skyttur sem höfðu fengið leyfi til veiða í landi Reykjahlíðar haldi sig heima.

„Í ljósi aðstæðna og tilmæla frá Almannavörnum er þess vinsamlegast farið á leit við þá aðila sem höfðu fengið leyfi til rjúpnaveiða í landi Reykjahlíðar næstu tvær vikur þ.e. frá 1. nóv. til og með 15. nóv. að halda sig heima – öll rjúpnaveiði á jörðinni er óheimil á þessu tímabili,“ segir í tilkynningu frá landeigendum Reykjahlíðar í Mývatnssveit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert