Víkingar safna milljónum

Liverpool hafði sigur um helgina og það kom sér ekki …
Liverpool hafði sigur um helgina og það kom sér ekki illa fyrir Víkinga. AFP

Víkingar eru heitir í getraunum um þessar mundir og fengu 13 rétta á laugardaginn á Enska getraunaseðilinn og fengu rúmar 5 milljónir í sinn hlut. Þetta er annar laugardagurinn í röð sem húskerfið hjá Víkingunum er að slá í gegn og fær 13 rétta en alls hefur kerfið skilað yfir 8 milljónum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskum getraunum. 

Þar segir, að í bæði skiptin sem húskerfið fékk 13 rétta hafi Liverpool verið að leika síðasta leikinn á Getraunaseðlinum og hafi Liverpool orðið að vinna til að kerfið gengi upp.

„Í báðum tilfellum lenti Liverpool undir í leiknum og í báðum tilfellum var mark dæmt af Liverpool með VAR-tækninni. Það tók því á taugarnar að fylgjast með Liverpool undanfarnar tvær vikur,“ segir í tilkynningunni. 

Sagt er að þeir sem komist undir enda regnbogans finni …
Sagt er að þeir sem komist undir enda regnbogans finni þar kistu fulla af gulli. Þessi mynd var tekin af einum af hluthöfum í húskerfinu á laugardaginn og sýnir Víkina undir enda regnbogans. Taldi hlutahafinn þá víst að 13 réttir kæmu í Víkina, segir í tilkynningunni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert