Smit í Vogaskóla – nemendur ekki í sóttkví

Vogaskóli.
Vogaskóli. mbl.is/Árni Sæberg

Kennari á unglingastigi í Vogaskóli hefur greinst með Covid-19 og í kjölfarið hefur smitrakningarteymi almannavarna sent alla umsjónarkennara á unglingastigi í sóttkví fram yfir helgi. Ekki þótti ástæða til að senda nemendur í sóttkví þar sem þeir hafa verið með grímu og gætt hefur verið að fjarlægð milli nemenda og kennara.

Kennararnir sem sendir voru í sóttkví fara í sýnatöku á mánudag og snúa aftur í skólann á þriðjudag ef niðurstaðan úr henni er neikvæð.

Snædís Valsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, segir að smitrakningarteymi almannavarna hafi metið það þannig að kennararnir hittist nóg til að vera sendir í sóttkví en vegna grímuskyldu og fjarlægðar við nemendur þurfi þeir ekki að fara í sóttkví.

Nemendur á unglingastigi mæta í eina kennslustund hver bekkur í dag og svo fá þeir einhverja rafræna kennslu með kennurum sínum sem eru heima hjá sér í sóttkví.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert