Lögregluþjónn leystur tímabundið frá störfum

Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði sl. mánudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Lög­regl­an hef­ur vísað málinu til rann­sókn­ar hjá héraðssak­sókn­ara. Lög­regl­an er sökuð um að hafa beitt harðræði við hand­tök­una. 

Í Fréttablaðinu í dag kem­ur fram að fjór­ir lög­regluþjón­ar, sem hand­tóku karl­mann við Hval­eyr­ar­holt í Hafnar­f­irði hafi gengið allt of langt í aðgerðum sín­um að sögn þriggja sjón­ar­votta.

„Þetta var ógeðslegt, eins og í bíó­mynd,“ seg­ir sjón­ar­vott­ur sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann lýs­ir því hvernig einn lög­regluþjón­anna beitti piparúða á mann­inn og ann­ar lög­regluþjónn sló hann ít­rekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert