Heiða Björg lagði Helgu Völu

Heiða Björg Hilmisdóttir er varaformaður Samfylkingarinnar.
Heiða Björg Hilmisdóttir er varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

Heiða Björg Hilmisdóttir var rétt í þessu endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir.

Heiða hlaut 534 atkvæði af 889 atkvæðum greiddum. Mótframbjóðandi hennar, Helga Vala Helgadóttir, hlaut 352 atkvæði. Fjórir skiluðu auðu. 

„Það hefur verið krefjandi, skemmtilegt og ánægjulegt að fá að vera varaformaður ykkar síðustu þrjú ár. Það hefur gengið mikið á. Við höfum fylkt okkur saman í Samfylkingunni um það að byggja flokkinn okkar upp á nýtt,“ sagði Heiða í ræðu sinni eftir að niðurstöður kosninganna voru tilkynntar. 

Hún óskaði endurkjörnum formanni flokksins, Loga Einarssyni, til hamingju með endurkjörið í gær og sagðist hlakka til að starfa með honum á næstu misserum. 

mbl.is