Grunur um nýjar hópsýkingar

Ljósmynd/Landspítalinn

Útlit er fyrir að „lítils háttar hópsýking“ hafi komið upp, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Þórólfur Guðnason segir að grunur sé uppi um að þær séu nokkrar. 26 smit greindust innanlands í gær, mun fleiri en dagana á undan.

„Það er útlit fyrir að lítils háttar hópsýking sé komin upp en þetta er eitthvað sem er alveg viðbúið að gæti gerst og hefur verið að gerast í gegnum faraldurinn,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna í dag. 

Hann var þá ekki með upplýsingar um það hvar sú sýking hafi komið upp en það er í skoðun. 

Ekki náðist í Þórólf Guðnason sóttvarnalækni við vinnslu fréttarinnar en hann sagði í samtali við RÚV í dag að grunur leiki á því að nokkrar litlar hópsýkingar hafi komið upp. 

mbl.is