Kynlífstæki rjúka út á Degi einhleypra

Dagur einhleypra er í dag.
Dagur einhleypra er í dag.

Nú þegar hafa um 40 þúsund manns farið inn á vef heimapopup.is í dag. Mikil umferð hefur verið á vefnum í dag vegna Dags einhleypra, eða „Singles day“. Dagurinn er stærsti netsöludagur heims, en hann hefur verið miklum vexti hér á landi undanfarin ár. 

Gera má ráð fyrir að allt að 100 þúsund manns nýti sér þjónustu heimapopup.is í dag, en vefurinn er eins konar yfirlitssíða. Þar má finna á þriðja hundrað fyrirtæki og upplýsingar um afslætti á hverjum stað. 

Margir að kaupa jólagjafir

Eyrún Anna Tryggvadóttir, einn POP-markaða sem jafnframt standa að heimapopup.is, segir að gríðarleg umferð hafi verið á síðunni í dag. Þá sé ljóst að fólk nýti góð kjör til að kaupa jólagjafir. „Fólk er að nýta þetta til að kaupa jólagjafir. Það er miklu meiri ásókn í þetta núna en í fyrra auk þess sem við erum með miklu fleiri fyrirtæki sem taka þátt,“ segir Eyrún sem á von á því að mikil umferð verði á vefnum síðar í kvöld áður en tilboðunum lýkur. 

Spurð hvaða vörur seljist best segir Eyrún að það nokkrir flokkar seljist afar vel. „Það fer ofboðslega mikið af leikföngum og heimilisvörum, en svo erum við að sjá alveg svakalega mikla sölu í kynlífstækjum. Það virðast vera vörur sem fólk vill kaupa á netinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert