Sebrafiskar fræða um sjúkdóma

Sebrafiskur er litfagur og kemur að góðum notum í vísindastarfi.
Sebrafiskur er litfagur og kemur að góðum notum í vísindastarfi.

Síðustu ár hafa erfðabreyttir sebrafiskar verið notaðir hérlendis af fyrirtækinu 3Z til rannsókna á sjúkdómum í fólki.

Miðtaugakerfi sebrafiska er hliðstætt því sem er í mönnum og hafa rannsóknir beinst að sjúkdómum sem leggjast á miðtaugakerfið, að sögn Karls Ægis Karlssonar, framkvæmdastjóra 3Z og prófessors við Háskólann í Reykjavík.

Hann nefnir í því sambandi MND, flogaveiki, parkinson, svefntruflanir og ADHD. Síðustu misseri hefur áhersla verið á leit að lyfjum, þróun og prófanir, en einnig á grunnrannsóknir. Fyrirtækið vinnur nú að einkaleyfisumsókn á lyfjum sem fundist hafa við lyfjaskimanir á síðustu árum. Sebrafiskar þykja henta vel til rannsókna á hlutverki og starfsemi gena og hafa m.a. verið notaðir til að líkja eftir sjúkdómum manna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert