Bólusetningar gætu hafist fyrri hluta næsta árs

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason segir ánægjulegt að farið sé að eygja til lands er varðar bólusetningar við kórónuveirunni. Ísland hefur kauprétt að bóluefninu frá Pfizer sem lofar góðu eftir fyrstu rannsóknir, auk kaupréttar að fleiri bóluefnum sem einnig eru á lokastigi rannsókna. Býst Þórólfur við því að fregnir fari að berast af þeim á næstunni, þó ýmislegt geti sett strik í reikninginn í þeim efnum.

Telur Þórólfur hugsanlegt að byrjað verði að bólusetja fyrir kórónuveirunni á Íslandi fyrri hluta næsta árs.

Segir hann þó mikilvægt að halda faraldrinum í algjöru lágmarki þar til bólusetning verður mögulegt og leggur hann því til að hægt verði farið í að aflétta takmörkunum. Hann hefur skilað sínum tillögum til heilbrigðisráðherra er varðar afléttingu 18. nóvember næstkomandi.

Þórólfur segir kúrvu samfélagssmita á niðurleið, en af þeim 18 sem greindust með kórónuveirusmit í gær voru aðeins 6 utan sóttkvíar. Auk þess fer álag á sjúkrahúsin, þá sérsaklega Landspítala, minnkandi, sem Þórólfur segir ánægjulegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert