Erfitt á kjötmarkaði

Ferskt lambakjöt.
Ferskt lambakjöt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Útlit er fyrir auknar birgðir lambakjöts vegna mikils samdráttar í sölu á innanlandsmarkaði í sumar. Einnig eru margir hefðbundnir útflutningsmarkaðir lokaðir vegna ástandsins í heiminum.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, óttast að ef mikið verður flutt inn af kjöti á næstu mánuðum muni markaður fyrir innlent kjöt hrynja. Það eina rétta sé að stöðva innflutning á meðan verið er að vinna úr birgðunum.

Ágúst segir að minni tollvernd á kjöti og óheftur innflutningur hafi áhrif á okkar eigin framleiðslu. Hægt sé að fá ódýrt kjöt í Evrópu nú og flytja inn tollalaust eða með lágum tollum. Erfitt sé að keppa við það. Það leiði til birgðasöfnunar á innlendu kjöti.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann að framleiðsla á kindakjöti hafi minnkað það mikið á undanförnum árum að ekki ætti að vera vandamál að fleyta birgðunum áfram þangað til ferðamennirnir fari að skila sér aftur. Ef hins vegar of mikið verði flutt inn af kjöti á meðan ástandið er erfitt geti markaðurinn hrunið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert