Mest hækkun í Nettó og Bónus

Matarkarfan hefur hækkað í verði frá því í vor.
Matarkarfan hefur hækkað í verði frá því í vor. mbl.is/Brynjar Gauti

Vörukarfa Alþýðusambandsins hefur hækkaði í verði um 0,5%-2,6% frá því í maí. Þetta sýnir ný verðkönnun Alþýðusambandsins. Mest var hækkunin í Nettó, um 2,6% og næstmest í Bónus, 2,4%. Minnst var hækkunin hins vegar í Hagkaupum þar sem hækkunin nam 0,5%.

Þá hækkaði verð um 2,1% í verslunum Iceland, um 1,8% í Kjörbúðinni og 1,7% í Krambúðinni.

Verðbreytingar einstakra vöruflokka voru æði misjafnar milli verslana. Þannig hækkaði verð á grænmeti og ávöxtum um 6,8% milli mælinga í Bónus, 2,6% í Krónunni og 0,4% í Hagkaupum. Í öðrum verslunum lækkaði verð hins vegar milli mælinga.

Matarkarfa ASÍ samanstendur af almennum matar- og drykkjarvörum, svo sem brauði, morgunkorni, pasta kjöti, fiski, grænmeti, ávöxtum, pakkavörum, kaffi, gosi og safa. Við samsetningu körfunnar eru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar um vægi hvers flokks svo karfan endurspegli almenn innkaup meðalheimilis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert