Prestaköll sameinuð víða um land

Munkaþverá. Ein nokkurra kirkna í sameinuðu prestakalli í Eyjafirði.
Munkaþverá. Ein nokkurra kirkna í sameinuðu prestakalli í Eyjafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Fimm ný prestaköll urðu til 7. október síðastliðinn og oft er fjöldi sókna innan þeirra og svo teymi kennimanna þar sem sóknarprestur fer með verkstjórn.

Þannig mynda Laugarnes-, Ás- og Langholtssóknir í austurhluta Reykjavíkur nú eitt Laugardalsprestakall þar sem sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir er í forystu. Í Kópavogi er Digranes- og Hjallaprestakall orðið til og á norðanverðum Vestfjörðum mynda alla sóknir frá Dýrafirði inn í Djúp nú Ísafjarðarprestakall. Innan þess eru þéttbýlisstaðirnir Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Ísafjörður og Bolungarvík – og fjöldni kirkna í dreifbýli.

Norðanlands er svo búið að sameina Akureyrar- og Laugalandsprestaköll sem landfræðilega spanna stóran hluta Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveit, þar sem eru sex guðshús; það er á Grund, Saurbæ, Hólum, Möðruvöllum, Munkaþverá og Kaupangi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert