Brjálað að gera til jóla

Fullbókað er til jóla hjá Hrafnhildi. Portið er staðsett við …
Fullbókað er til jóla hjá Hrafnhildi. Portið er staðsett við Arnarhlíð 1.

„Eins og staðan er hjá mér núna þá er orðið fullt fyrir jól. Þetta er í raun spurning um hvað maður ætlar að vinna lengi á daginn og um helgar,“ segir Hrafnhildur Harðardóttir, hársnyrtir hjá Portinu, í samtali við Morgunblaðið.

Bókanir hafa hrannast inn hjá Hrafnhildi eftir að í ljós kom að hárgreiðslustofur mættu opna að nýju á morgun. Takmarkanir verða þó áfram í gildi og þurfa hársnyrtar að hlíta stífum sóttvarnareglum. Einungis tíu mega vera inni á stofunni hverju sinni.

„Fyrstu tvær vikurnar mega bara tíu kúnnar vera inni í einu. Það gerir þetta svolítið flókið þar sem við erum sjö að vinna á Portinu. Yfirleitt erum við með tvo kúnna inni í einu þannig að við þurfum að reyna að dreifa þessu meira og vinna um helgar,“ segir Hrafnhildur og bætir við að ekki sé víst að allir komist að fyrir jól. „Við reynum að gera okkar besta til að redda öllum en þetta er sérstök staða sem hefur ekki komið upp áður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert