Fjórar spítalabyggingar án loftræstikerfis

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fjórar spítalabyggingar Landspítala hafa ekki eiginlegt loftræstikerfi en eins og áður hefur verið greint frá er engin loftræsting á Landakoti og var sá þáttur talinn veigamikil orsök hópsmits sem þar kom upp. 

Takmörkuð loftræsting er á geðdeildum á Kleppi, endurhæfingardeild á Grensási og öldrunardeildum á Vífilsstöðum. Þar eru sjúkrarými með opnanlegum gluggum og útsog af baðherbergjum. 

Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Landspítala við fyrirspurn Ríkisútvarpsins

Tólf létust af völdum hópsýkingarinnar á Landakoti og kom fram í skýrslu sem spítalinn birti fyrir helgi að ástand hús­næðis, loft­skipta og aðbúnaðar á Landa­koti væri ófull­nægj­andi með til­liti til sýk­ing­ar­varna­sjón­ar­miða. Það væri lík­lega meg­in­or­sök dreif­ing­ar smita inn­an Landa­kots. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert