Fleiri verndaðir sækja um

Húsnæði Útlendingastofnunar.
Húsnæði Útlendingastofnunar. mbl.is/Hari

Útlendingastofnun segir að umsóknum þeirra sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi fjölgað að undanförnu.

Þannig höfðu til að mynda 71 af 73 Palestínumönnum sem sóttu um alþjóðlega vernd hérlendis í september og október síðastliðnum þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Við lok októbermánaðar höfðu alls 596 umsóknir um alþjóðlega vernd hérlendis borist á árinu. Í október bárust flestar umsóknir frá Palestínumönnum annan mánuðinn í röð. Þannig voru 38 umsóknir, af þeim 82 sem bárust, frá fólki frá Palestínu. Það sem af er ári hafa borist 114 umsóknir um vernd frá Palestínumönnum og eru þeir nú orðnir fjölmennastir þegar umsækjendur eru flokkaðir eftir uppruna.

Í svari Útlendingastofnunar við skriflegri fyrirspurn blaðamanns kemur fram að flóttamannakerfið sé ekki hugsað fyrir þá sem hafa þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru ríki. Samt fari ávallt fram mat á aðstæðum hvers umsækjanda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert