Lambhagi selur salat til Grænlands

Hafberg er aðaleigandi stöðvarinnar sem hefur verið í vexti.
Hafberg er aðaleigandi stöðvarinnar sem hefur verið í vexti. mbl.is/Árni Sæberg

Gróðrarstöðin Lambhagi flytur á hverju ári nokkur tonn af salati til Grænlands. Útflutningurinn hófst fyrir mörgum árum og hefur aukist síðustu ár.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hafberg Þórisson, aðaleigandi gróðrarstöðvarinnar, að útflutningurinn sé í samstarfi við utanaðkomandi aðila.

„Fyrir mörgum árum hafði fólk samband við mig. Maðurinn var grænlenskur en konan íslensk. Þau langaði að þróa þetta og hafa síðustu ár verið að flytja ýmislegt út. Það er gert í gegnum fyrirtækið Banana, en auk salatsins er ýmislegt annað flutt út,“ segir Hafberg og bætir við að Lambhagi noti sérstakar pakkningar fyrir salat sem flutt er til Grænlands. „Nú erum við að sérpakka fyrir Grænaland. Þetta hefur verið að vinda upp á sig og verður alltaf ögn meira eftir því sem tíminn líður. Það er minna á veturna en samt er alltaf eitthvað flutt út.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert