Slökkvistarfi lokið en stórtjón

Frá slökkvistarfi í kvöld.
Frá slökkvistarfi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkvistarfi er lokið í fjölbýlishúsi í Urðarbrunni í Úlfarsárdal í Reykjavík, en þar kviknaði eldur fyrr í kvöld. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk slökkvistarf greiðlega og tókst eldinum ekki að breiða úr sér út fyrir íbúðina þar sem hann kviknaði. Íbúðin er illa leikin. „Það er alltaf stórtjón ef það kviknar í íbúðum, altjón svo að segja,“ segir slökkviliðsmaður í samtali við mbl.is.

Eldsupptök eru enn ókunn, en slökkvilið hefur nú afhent lögreglu vettvanginn til rannsóknar.

mbl.is