Innleiða hringrásarhagkerfið

Ásbrú. Hugmyndir eru um vistvæna iðngarða við Keflavíkurflugvöll og hleðslustöð …
Ásbrú. Hugmyndir eru um vistvæna iðngarða við Keflavíkurflugvöll og hleðslustöð fyrir vistvænar flugvélar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þeir sem standa að Suðurnesjavettvanginum hafa ákveðið að hraða innleiðingu hringrásarhagkerfisins í landshlutanum.

Í því felst meðal annars skuldbinding um að vinna áfram að aðgerðum gegn losun gróðurhúsalofttegunda, sameinast gegn þeirri ógn sem felst í plasti í umhverfinu og ráðast gegn aðgerðum gegn matarsóun.

Sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum, Isavia og Kadeco hafa unnið saman að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í á annað ár, að frumkvæði starfsmanns Isavia. Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar sem átti sæti í skipulagshópnum, segir að það sé í fyrsta skipti sem heill landshluti gangi þessa leið saman.

Undirbúnir voru íbúafundir um mismunandi verkefni en þau eru blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf, traustir og hagkvæmir innviðir, vel menntað og heilbrigt samfélag og sjálfbært og aðlaðandi samfélag. Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að halda hefðbundna íbúafundi en í staðinn var efnt til rafræns umræðufundar. Kristín segir að ekki hafi verið hægt að láta þá vinnu sem unnin hafði verið fara í súginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert