Lausn handan við hornið

Ef allt fer eins og best verður á kosið er …
Ef allt fer eins og best verður á kosið er hægt að hefja bólusetningar við Covid-19 hér á landi í byrjun árs. AFP

Ef fram heldur sem horfir má gera ráð fyrir að fyrstu skammtar af bóluefni við kórónuveirunni berist hingað til lands innan fárra mánaða. Þannig er allt eins líklegt að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja landsmenn í janúar eða febrúar á næsta ári.

Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir að dreifing bóluefna muni taka skamman tíma þegar öll tilskilin leyfi hafa verið uppfyllt. „Ef allt gengur eftir gæti þetta orðið í janúar eða febrúar á næsta ári,“ segir Haraldur sem á von á því að framlínufólk og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma muni njóta forgangs.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis vinnur starfshópur nú að fyrirkomulagi dreifingar bóluefnis. Er hópurinn m.a. skipaður fulltrúum sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðuneytisins. Undirbúningur miðast við að hlutirnir geti gerst ansi hratt um leið og viðkomandi bóluefni fara í fjöldaframleiðslu. 

Hér á landi mun Distica sjá um dreifingu og hýsingu bóluefna. Að sögn Júlíu Rósu Atladóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, mun dreifing bóluefna innanlands taka skamman tíma. Þá segist hún eiga von á því að bóluefnið komi í mörgum litlum skömmtum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert