Segir kröfu borgarinnar ósanngjarna

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjavíkurborg hefur krafið ríkið um 8,7 milljarða króna vegna vangoldinna framlaga úr jöfnunarsjóði.

Sigðurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir kröfuna ósanngjarna og óskynsamlega, í samtali við RÚV.

Í desember í fyrra sendi borgarlögmaður bréf á fjármálaráðuneytið. Þar kom fram að borgin hefði verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem snúa að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Ríkið hafnaði kröfunni. Fyrir tveimur vikum barst ríkislögmanni svo ítrekunarbréf frá borginni.

„Mér finnst hún mjög ósanngjörn og ekki skynsamleg þar sem krafan beinist í raun gegn öðrum sveitarfélögum á landinu og stærsta sveitarfélag landsins á einfaldlega ekki að gera svona,“ segir Sigurður Ingi við RÚV. Hann segir að ekki komi til greina að ganga að kröfum borgarinnar og að óbreyttu fari málið fyrir dóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert