Enginn vopnaður í Fellunum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í íbúð í Fellahverfinu í Breiðholti í kvöld vegna gruns um að einn þeirra væri vopnaður. „Töluverður viðbúnaður“ var á vettvangi að sögn lögreglu, en maðurinn reyndist óvopnaður og fór svo að enginn var handtekinn.

Lögreglan vill ekkert segja frekar um málið, en Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir þó í samtali við mbl.is að málið tengist ekki íkveikju í Úlfarsárdal í fyrradag og tengdrar líkamsárásar sem hefur verið í fréttum í dag.

mbl.is