Elísabet er Framúrskarandi ungur Íslendingur

Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir er Framúrskarandi ungur Íslendingur.
Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir er Framúrskarandi ungur Íslendingur. Ljósmynd/JCI Ísland

Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, hlaut í vikunni viðurkenningu JCI á Íslandi sem Framúrskarandi ungur Íslendingur.

Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða kross Íslands sem ætlað er að koma til móts við þarfir jarðarsettra hópa. Elísabet hefur verið áberandi í umræðunni um réttindi og aðstöðu jarðarsettra hópa, einkum heimilislausra og fólks með fíknisjúkdóma.

Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir.
Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir. Ljósmynd/JCI Ísland


Guðlaug Birna Björnsdóttir landsforseti JCI Íslands 2020 afhenti Elísabetu verðlaunin utandyra „á köldum en fallegum degi“, eins og segir á heimasíðu JCI. Venjan er að forseti Íslands afhendi verðlaunin en vegna aðstæðna sendi hann myndbandskveðju í þetta skiptið. 

Í tilkynningu JCI um verðlaunin segir um störf Elísabetar: 

„Sem verkefnastjóri hefur hún unnið ótrúlegt þrekvirki við skipulagningu starfsins og vitundarvakningu um orsakir, eðli og afleiðingar vímuefnavanda fyrir einstaklinginn, svo og samfélagið í heild eins og aðstæður heimilislausra og þeirra sem minna mega sín. Hún er ötul baráttukona jaðarsettra hópa, til dæmis heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð.

Hún fræðir almenning um stöðu fólks með vímuefnavanda og brennur svo heitt fyrir málefninu. Hún hefur tekið að sér það hlutverk að reyna sýna þjóðinni að fólk er fólk, alveg sama í hvaða aðstæðum það hefur lent og allir eiga skilið mannúð og virðingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert