Ferðaþjónusta þarf að fara af stað

Um þriðjungur íbúa Víkur er atvinnulaus. Mikilvægt er að ferðaþjónusta …
Um þriðjungur íbúa Víkur er atvinnulaus. Mikilvægt er að ferðaþjónusta komist aftur af stað í vor, að sögn sveitarstjóra. mbl.is/Sigurður Bogi

Rauði kross Íslands hefur haft forgöngu um að efnt verði til hjálparstarfs í Vík með aðstoð fyrirtækja, Hjálparstarfs kirkjunnar, sveitarfélagsins og fleiri. Það mun veita fólki jólaaðstoð.

Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sagði að um þriðjungur íbúa sveitarfélagsins væri atvinnulaus. Þar búa um 720 manns.

„Flestir eru á atvinnuleysisbótum. Sveitarfélagið hefur ekki þurft að veita fjárhagsaðstoð nema í mýflugumynd,“ sagði Þorbjörg. „Við gerðum ráð fyrir um 30% samdrætti í útsvarstekjum en mér sýnist við ætla að fara í gegnum þetta ár með um 14% lækkun. Ég held að hlutabótaleiðin og atvinnuleysisbæturnar hafi haldið þessu uppi.“

Hún sagði mjög mikilvægt að það rættist úr ferðaþjónustunni áður en tímabili atvinnuleysisbóta lyki. „Við trúum því að þetta verði farið að rísa næsta vor og vinnum eftir því. Reynist það ekki rétt tökum við stöðuna aftur,“ segir Þorbjörg í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »