Gleri og málmum safnað sérstaklega í Árbæ og Norðlingaholti

Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar með sérsöfnun glers og málma í breyttri græntunnu í Árbæ og Norðlingaholti hefst í næstu viku og stendur yfir í sex mánuði. Verkefnið nær til þeirra heimila í Ártúnsholti, Árbæ, Selás og Norðlingaholti sem eru með græna tunnu frá Reykjavíkurborg eða panta græna tunnu á meðan á verkefninu stendur.

Þetta kemur fram á vef borgarinnar.  

Þar segir ennfremur, að í sérbýli bætist við innhengt ílát undir gler í tunnuna, en í fjölbýli bætist við tunna undir gler. Bent er á að það sé mikilvægt sé að skrúfa af lok og tappa úr málmum af glerinu. Málma má setja lausa með plastinu í grænu tunnuna.

Nýjum ílátum verður dreift til íbúa samhliða því að græntunnan er tæmd en þetta verður á tímabilinu 24.-26. nóvember samkvæmt sorphirðudagatali Reykjavíkurborgar. Reglubundin hirða hefst þremur vikum eftir að dreifingu lýkur.

Nánar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert