Bakarar gagnrýna skýrslu OECD

Sigurbjörg R. Sigþórsdóttir. Bakari er lögverndað starfsheiti á Íslandi en …
Sigurbjörg R. Sigþórsdóttir. Bakari er lögverndað starfsheiti á Íslandi en OECD telur það óþarft. Lögverndun bakara er í tíu Evrópulöndum. mbl.is/Hari

Efnahags- og framfarastofnunin OECD virðist hvorki hafa kynnt sér aðstöðu bakaraiðnarinnar né aðgengi að námi og nemasamningum þegar stofnunin lagði til að löggilding yrði lögð af við starfshóp um bætt eftirlit með lögum um handiðnað.

Þetta segir Sigurbjörg Sigþórsdóttir, formaður Landssambands bakarameistara. Á fimmtudaginn fór fram fundur þar sem fulltrúar OECD kynntu niðurstöður 6. kafla skýrslu um samkeppnismat á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Fundinn sat áðurnefndur starfshópur og formenn meistarafélaga í handiðnaði.

Eins og áður hefur verið greint frá er í skýrslunni lagt til að afnema skuli löggildingu bakara og ljósmyndara. Sigurbjörg segist hafa spurst fyrir á fundinum hvers vegna bakarar séu teknir fyrir í skýrslu um ferðaþjónustu og byggingariðnað. Þá hafi lögfræðingur Samkeppniseftirlitsins, sem veitti OECD ráðgjöf við vinnu við skýrsluna, sagt ástæðuna vera gamalt mál sem tengist rekstri Sætra synda. Sami lögfræðingur viðurkenndi á fundinum að fyrirtaka bakara væri heldur handahófskennd, að sögn Sigurbjargar. Bakarar telja það grafalvarlegt ef leggja eigi niður löggildingu heillar atvinnugreinar vegna gamals máls einnar manneskju sem löngu sé gleymt og grafið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert