Beint: Umhverfisþing Pírata

Umhverfisþingið í dag er fyrsti málfundurinn sem Píratar blása til …
Umhverfisþingið í dag er fyrsti málfundurinn sem Píratar blása til um umhverfis- og loftslagsmál. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umhverfisþing Pírata hefst nú klukkan 11. Þingið markar upphaf fundaraðar Pírata um umhverfis- og loftslagsmál sem lýkur með öðru umhverfisþingi í mars á næsta ári þar sem uppfærð umhverfis- og loftslagsstefna flokksins verður lögð fram.

Ræðumenn á þinginu verða Andri Snær Magnason rithöfundur, Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í sjálfbærnivísindum og sérfræðingur í velsældarhagkerfinu, Halldóra Mogensen þingmaður, Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, Geir Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og Dóra Björt Guðmundsdóttir borgarfulltrúi.

Hægt er að fylgjast með þinginu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert