Beint: Umhverfisþing Pírata

Umhverfisþingið í dag er fyrsti málfundurinn sem Píratar blása til …
Umhverfisþingið í dag er fyrsti málfundurinn sem Píratar blása til um umhverfis- og loftslagsmál. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umhverfisþing Pírata hefst nú klukkan 11. Þingið markar upphaf fundaraðar Pírata um umhverfis- og loftslagsmál sem lýkur með öðru umhverfisþingi í mars á næsta ári þar sem uppfærð umhverfis- og loftslagsstefna flokksins verður lögð fram.

Ræðumenn á þinginu verða Andri Snær Magnason rithöfundur, Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í sjálfbærnivísindum og sérfræðingur í velsældarhagkerfinu, Halldóra Mogensen þingmaður, Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, Geir Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og Dóra Björt Guðmundsdóttir borgarfulltrúi.

Hægt er að fylgjast með þinginu hér.

mbl.is