Hafa safnað á sjöttu milljón króna

Góðgerðarverkefni Nettó hefur gengið mjög vel til þessa.
Góðgerðarverkefni Nettó hefur gengið mjög vel til þessa. mbl.is/RAX

Nær sex milljónir króna hafa safnast í góðgerðarverkefni á vegum verslunarkeðjunnar Nettó.

Verkefnið ber heitið „Notum netið til góðra verka“ en í því felst að 200 krónur af hverri pöntun í netverslun Nettó renna til góðgerðarmála.

Verkefnið fór af stað fyrir um þremur vikum og mun standa yfir út nóvembermánuð. Þá hafa þúsund viðskiptavinir komið með tillögur að góðgerðarverkefnum í gegnum heimasíðu verslunarinnar.

„Það er einkar ánægjulegt að sjá hversu margir hafa tekið þátt í þessu verkefni og það er greinilegt að fólk hugsar hlýlega til annarra á tímum sem þessum. Menntamál og mannúðarmál hafa verið vinsælli en aðrir málaflokkar til að byrja með en hver veit nema það breytist enda lýkur könnuninni ekki fyrr en í lok mánaðarins,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa,  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert