Reykur um borð í skipi

Reykkafarar eru að fara inn í skip sem liggur við Grandagarð en ljósan reyk leggur frá skipinu. Ekki er talið að eldur logi í skipinu en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi dælubíla á vettvang. 

Að sögn varðstjóra er ekki talið að hætta sé á ferðum og enginn er um borð í skipinu en vegfarandi hafði samband við Neyðarlínuna eftir að hafa séð reyk berast frá skipinu.

mbl.is