Stórviður og jólatré í bland

Trausti Jóhannsson við jólatré, en úr þjóðskógum Suðurlands koma 7-800 …
Trausti Jóhannsson við jólatré, en úr þjóðskógum Suðurlands koma 7-800 jólatré í ár. mbl.is/Sigurður Bogi

Mörg handtök eru unnin þessar vikurnar við að höggva jólatré og koma þeim á markað. Í Haukadalsskógi hefur einnig verið unnið að því að afla viðar í bálhús sem á að rísa í Vaglaskógi á næsta ári.

Einnig hefur gæðaviður verið höggvinn þar í haust til að nota í göngubrú yfir Þjórsá.

„Það er ótrúlega skemmtilegt að sjá þessi verðmæti verða til í skóginum og koma að notum. Núna tökum við ekki bara litlu ljótu trén þegar við grisjum heldur veljum við gæðaefni og höggvum stór tré í svona flotta nýtingu,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður hjá Skógræktinni á Suðurlandi.

Bálskýlið í Vaglaskógi verður ekki ósvipað slíku skýli, sem tekið var í notkun á Laugarvatni fyrir tveimur árum, með snyrtingum og góðri aðstöðu fyrir ferðamenn. Húsið á Vöglum verður þó heldur voldugra en á Laugarvatni þar sem gert er ráð fyrir meiri snjóþunga fyrir norðan, þakið verður brattara og þéttara á milli sperra og lekta. Búið er að saga klæðningarefnið og verið að taka efni í uppistöður, mænisása, sperrur og lektur í skóginum. Trausti segir að sitkagrenið sé 17 cm í þvermál í mjórri endann, en um 25 cm í uppistöðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert