Tan vill ekki byggja á Fiskislóð

Fiskislóð. Lóðirnar sem hafnirnar benda á eru óbyggðar og með …
Fiskislóð. Lóðirnar sem hafnirnar benda á eru óbyggðar og með óheft útsýni yfir Faxaflóann. mbl.is/sisi

Malasíski kaupsýslumaðurinn Vincent Tan hefur ekki áhuga á því að byggja lúxushótel á Fiskislóð í Örfirisey. Faxaflóahafnir bentu á þessar lóðir sem mögulegan kost um leið og tekið var neikvætt í óskir Tans um að byggja hótelið á Miðbakkanum.

Í umsögn Magnúsar Þórs Ásmundssonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, til skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna umsóknar Tans bendir hann á að Faxaflóahafnir eigi aðrar lóðir sem gætu hentað undir hótelstarfsemi. Aðspurður segir Magnús að um sé að ræða lóðirnar Fiskislóð 33-37 í vesturhluta Örfiriseyjar.

Þessar lóðir eru milli bílaþvottastöðvarinnar Löðurs og olíubirgðastöðvarinnar, gegnt húsi Forlagsins, bókaútgáfu. Magnús segir í umsögninni að þessar lóðir séu óbyggðar með óhindruðu útsýni. Faxaflóahafnir sjái sóknarfæri í auknum byggingarheimildum í Vesturhöfn Gömlu hafnarinnar með því að hækka nýtingarhlutfall lóðanna úr 0,5 í 1,0 og jafnvel meira á einhverjum lóðum, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »