Uppruni smitsins enn óljós

AFP

Enginn þeirra sem fóru í sóttkví á Austurlandi vegna smits þar í vikunni greindist með kórónuveiruna. Enn er uppruni smitsins óljós. Eitt smit er á Austurlandi og fimm í sóttkví.

37 og þar af 28 skóla­börn fóru í sótt­kví eft­ir að upp kom Covid smit á Eg­ils­stöðum 17. nóvember. Um er að ræða smit hjá bíl­stjóra skóla­bíls.

Niðurstaða sýnatöku sem framkvæmd var í gær á þeim sem fóru í sóttkví í kjölfar smitsins í vikunni liggur fyrir nema í einu tilfelli þar sem endurtaka þarf sýnatökuna. Öll hin sýnin voru neikvæð, þ.e. engin smit greindust. Ekki eru því vísbendingar um fleiri smit í samfélaginu.

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur íbúa því til að gæta sérstakrar varkárni næstu viku í það minnsta. Í því felst meðal annars að halda sig heima ef veikinda verður vart og leita þá ráðgjafar á heilsugæslu eða í síma 1700.

Aðgerðastjórn áréttar nú í aðdraganda jóla að við gætum vel hvert að öðru og hringjum reglulega í ættingja, vini og kunningja, sér í lagi þá sem kunna að búa við einangrun, þá er dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum og svo framvegis.

mbl.is