Ísland í fyrsta sæti

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller hafa verið framlínunni …
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller hafa verið framlínunni frá því Covid-19 faraldurinn braust út snemma á árinu. Ljósmynd/Lögreglan

Hvergi í Evrópu eru jafn fá kórónuveirusmit á hverja 100 þúsund íbúa og á Íslandi samkvæmt tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar í morgun. Ísland og Finnland eru einu ríkin sem eru með undir 100 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Flest eru smitin í Lúxemborg.

Samkvæmt tölum stofnunarinnar eru 57,7 smit á hverja 100 þúsund íbúa á Íslandi síðustu tvær vikur en samkvæmt covid.is er þau enn færri ef horft er til smita innanlands eða 43,6.

Sóttvarnastofnun Evrópu

Í Lúxemborg eru smitin 1.186 talsins og 1.065,7 í Austurríki. Í Slóveníu eru þau 961,7 og 876 í Króatíu. Í Portúgal eru skráð 802,1 smit á hverja 100 þúsund íbúa í dag.

Á Norðurlöndunum er staðan þessi:

 • Svíþjóð eru smitin 577,3
 • Danmörk er með 265,3 smit
 • Noregur 154,1
 • Finnland 69,4
 • Ísland 57,7

Ísland er meðal þeirra ríkja sem Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu held­ur utan um upp­lýs­ing­ar um en það eru ríki ESB, EES og Bret­lands. 

Nýj­ar upp­færðar töl­ur um ný­gengi smita á hverja 100 þúsund íbúa eru birt­ar á vef stofn­un­ar­inn­ar klukk­an 11 alla morgna.

Kortið er upp­fært á fimmtu­dög­um og er til stuðnings aðgerðum Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins um frjálsa för á tím­um Covid-19. 

Tak­mark­an­irn­ar snúa að stöðu Covid-19-far­ald­urs­ins í hverju landi fyr­ir sig. Sam­ræmd­ir litakóðar gefa til kynna stöðu far­ald­urs­ins í hverju landi fyr­ir sig. Ferðatak­mark­an­ir taka til­lit til þess hver staðan er hverju sinni. 

 • Grænn lit­ur þýðir að ný­gengi smita er und­ir 25 á hverja 100.000 íbúa og hlut­fall já­kvæðra sýna er und­ir 4%. Má líta svo á að íbú­ar þeirra landa geti ferðast frjálst á milli landa. 
 • App­el­sínu­gul­ur lit­ur þýðir að ný­gengi er und­ir 50 en hlut­fall já­kvæðra sýna er 4% eða meira eða ný­gengi er 25-150 og hlut­fall já­kvæðra sýna er und­ir 4%. 
 • Rauður lit­ur á við í öðrum til­vik­um þar sem ný­gengi er yfir 50.

Kveðið er á um til­tek­in lyk­ilviðmið þegar ákvörðun er tek­in um að hefta frjálsa för vegna COVID-19-far­ald­urs­ins, og eru þau eft­ir­tal­in:

 • Farið er eft­ir 14 daga ný­gengi smita á hverja 100.000 íbúa.
 • Skoðað er hlut­fall já­kvæðra sýna af heild­ar­fjölda tek­inna sýna und­an­farna viku. 
 • Eins er farið eft­ir svo­nefndu „sýna­töku­hlut­falli“, þ.e. fjöldi sýna sem tek­inn er á hverja 100.000 íbúa und­an­farna viku.
mbl.is

Bloggað um fréttina