Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO. Árni Sæberg

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var að lenda við Landspítalann í Fossvogi með sjúkling sem var sóttur á Vesturland vegna bráðra veikinda.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að óskað hafi verið eftir aðstoð þyrlu vegna bráðra veikinda skammt frá Búðardal á öðrum tímanum í dag. Þyrlan fór fljótlega í loftið til móts við sjúkrabíl sem flutti sjúklinginn. Þyrlan lenti klukkan 14:30 við Landspítalann með sjúklinginn. 

mbl.is