Alvarleg staða flugfélagsins á Grænhöfðaeyjum

Flugfélagið Cabo Verde Airlines hefur átt í rekstrarerfiðleikum að undanförnu …
Flugfélagið Cabo Verde Airlines hefur átt í rekstrarerfiðleikum að undanförnu og er staðan nú sögð alvarleg. mbl.is/Árni Sæberg

„Það gefur augaleið að staða félagsins er mjög alvarleg. Það hefur verið tekjulaust frá því í byrjun mars,“ segir Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og eigandi 10% hlutar í Loftleiðum Cabo Verde.

Vísar hann í máli sínu til stöðu flugfélagsins Cabo Verde Airlines (CVA) á Grænhöfðaeyjum. Loftleiðir Cabo Verde fara með 51% eignarhlut í flugfélaginu, en auk Björgólfs eru íslenskir einkafjárfestar og Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, í eigendahópnum. Loftleiðir Icelandic fer með um 70% hlut í Loftleiðum Cabo Verde og á félagið því alls um 36% hlut í CVA.

Að sögn Björgólfs er staðan mjög snúin. Ríkisstjórnin á Grænhöfðaeyjum fer með 39% hlut í CVA, en nýlega var greint frá því að hún myndi koma að björgun félagsins með einhverjum hætti. „Ríkið hefur verið að aðstoða félagið eitthvað síðustu mánuði. Þeir voru með svipaðar úrlausnir og á Íslandi hvað hlutdeild í launakostnaði varðar. Það var ekkert sem viðkom því að greiða skuldir félagsins. Það er því alveg ljóst að fyrirtækið er orðið mjög tætt vegna viðvarandi tekjuleysis,“ segir Björgólfur í umfjöllun um Loftleiðir Cabo Verde í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert