Dæmdur fyrir líkamsárás, hótanir og húsbrot

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir líkamsárás, húsbrot, hótanir og fíkniefnalagabrot. Auk þess er maðurinn dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu hálfa milljón í miskabætur og þá voru 25 kannabisplöntur gerðar upptækar hjá honum.

Í dómi kemur fram að maðurinn hafi ráðist inn á heimili konu á Selfossi í fyrra. Þar hafi konan og maður setið fáklædd í sófa að horfa á sjónvarp en hinn dæmdi taldi sjónvarpsáhorfanda óboðinn og ógna konunni.

Hann réðst á manninn og konuna, áður en hann kom sér út.

Konan og maðurinn, sem voru í sófanum, sögðu bæði að árás mannsins hefði verið ástæðulaus. Hann hafi öskrað að þeim fúkyrðum og hótað að drepa manninn.

Dómur komst að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti manninn fyrir líkamsárás, húsbrot, hótanir og fíkniefnalagabrot en hann játaði fíkniefnalagabrotin.

Frá árinu 2007 hefur maðurinn níu sinnum verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar, samtals í 51 mánuð. Dómar mannsins eru að langstærstum hluta vegna umferðarlagabrota en hann hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot.

Dómi þykir hæfilegt að dóma manninn í fimm mánaða fangelsi óskilorðsbundið að virtum sakaferli mannsins.

Dómurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert