Sakfelldir fyrir brot á sóttvarnalögum

Lögregla hafði afskipti af mönnunum í flugstöðinni í byrjun október …
Lögregla hafði afskipti af mönnunum í flugstöðinni í byrjun október þar sem þeir framvísuðu fölsuðum vegabréfum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir albanskir karlmenn voru í síðustu viku dæmdir í 30 daga fangelsi og til að greiða 200.000 krónur í sekt fyrir brot á sóttvarnalögum og skjalafals.

Mennirnir komu til landsins 26. september og voru ákærðir fyrir að hafa vanrækt að mæta í síðari skyldubundna skimun vegna Covid-19 og fyrir að hafa brotið gegn skyldum einstaklinga í sóttkví á tímabilinu 26. september til 4. október.

Enn fremur voru mennirnir ákærðir fyrir skjalafals en lögregla hafði afskipti af þeim í flugstöð Leifs Eiríkssonar 4. október þar sem þeir framvísuðu fölsuðum vegabréfum.

Mennirnir játuðu báðir brotin og voru, eins og áður segir, dæmdir til 30 daga fangelsisvistar og til að greiða 200.000 krónur í sekt. Fjórtán daga fangelsi bætist við verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms.

Dómana má lesa hér og hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert