Leggja niður varaformannsembættið

Landsfundur. Miðflokkurinn boðaði til aukalandsfundar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu.
Landsfundur. Miðflokkurinn boðaði til aukalandsfundar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu.

„Ég fullyrði að þetta hefur ekkert með persónur eða leikendur að gera, við erum eingöngu að gera leikreglur sem við getum unnið eftir og skýrt þær betur,“ segir Einar Birgir Kristjánsson, formaður laganefndar Miðflokksins.

Á aukalandsþingi flokksins, sem fram fór fram á laugardag, var lögum flokksins breytt og embætti varaformanns lagt niður. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavíkurborg, var ein í framboði til varaformanns og hefur að eigin sögn ekki í hyggju að bjóða sig fram í stjórn flokksins

Lagabreytingarnar voru samþykktar með 85% greiddra atkvæða og fela þær m.a. í sér fjölgun stjórnarsæta innan flokksins, að sögn Einars. Var jafnframt ákveðið að þingflokksformaður verði talsmaður stjórnar í forföllum formanns en Gunnar Bragi Sveinsson gegnir því hlutverki og hefur jafnframt setið sem varaformaður fram til þessa.

„Stærsta breytingin í þessu er fjölgun í stjórn og að veita fleirum hlutverk innan flokksins. Við erum að gera stjórnina skilvirkari og nútímalegri, þar sem stjórnarmenn gegna viðamiklum hlutverkum, eru formenn stórra nefnda en bera ekki bara titla,“ segir Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »