Slökkvilið kallað út á Akureyri

Slökkviliðið á Akureyri í útkalli í Brekkunni í dag.
Slökkviliðið á Akureyri í útkalli í Brekkunni í dag. Ljósmynd/Þorgeir

Slökkvilið var kallað út í mannlausa íbúð í Hamarstíg á Akureyri vegna reyk- og brunalyktar. Pottur hafði gleymst á eldavél og reykræsta þurfti íbúðina. Reykskynjari var í gangi þegar slökkviliðið mætti á staðinn

Atvikið var minniháttar að sögn varaslökkviliðsstjóra og engin hætta á ferðum. Þó hefði getað farið verr og tilvik sem þetta minna mann á mikilvægi reykskynjara bætti hann við. 

mbl.is