Þrjú ný kórónuveirusmit innanlands

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Alls greind­ust þrjú kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu en hinn utan sóttkvíar. 10 greindust smitaðir í landamæraskimun, í einu tilviki mældist mótefni en ekki í hinum. 

45 liggja á sjúkrahúsi veikir af Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. 

220 eru í sótt­kví og 198 eru í ein­angr­un. 806 eru í skimun­ar­sótt­kví.

Alls voru 270 sýni tek­in inn­an­lands í gær en 258 í landamæraskimun. 

Nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa síðastliðnar tvær vikur er nú 40,1 innanlands en 11,5 á landa­mær­un­um á sama tíma­bili. 

Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu eða 154. Næstflestir eru í einangrun á Norðurlandi eystra eða 28. 

mbl.is