Víðir kominn í sóttkví

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn á almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að smit greindist í nærumhverfi hans.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Víðir fór í sýnatöku síðdegis og kom neikvæð niðurstaða nú í kvöld. Hann mun samt sem áður fara í sóttkví þar til niðurstaða fæst úr síðari sýnatöku á sjöunda degi.

Vegna tengsla og náinnar samvinnu fóru nánustu samstarfsmenn hans auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis einnig í sýnatöku. Niðurstaða þeirra reyndist einnig neikvæð.

mbl.is