9 innanlandssmit í gær

Heilbrigðisstarfsmaður á Landspítalanum.
Heilbrigðisstarfsmaður á Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítalinn

Níu innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í gær. Fimm voru í sóttkví við greiningu. 

Alls voru 958 sýni tekin innanlands í gær en 253 á landamærunum.

186 eru í einangrun og fækkar þar um 12 frá því í gær. 43 liggja á sjúkrahúsi, sem er tveimur færra en í gær, og tveir eru á gjörgæslu, að því er kemur fram á covid.is.

246 eru í sóttkví og 880 í skimunarsóttkví. Sjö smit greindust á landamærunum og er beðið eftir mótefnamælingu í öllum tilvikum.

Nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa síðastliðnar tvær vikur er nú 39,5 en 11,5 á landamærunum.

Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, eða 143. Næstflestir eru í einangrun á Norðurlandi eystra, eða 24.

mbl.is