Bílatryggingar langdýrastar á Íslandi

Bílatryggingar eru dýrar hér á landi.
Bílatryggingar eru dýrar hér á landi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ökutækjatryggingar eru allt að tvöfalt dýrari á Íslandi en í hinum norrænu ríkjunum. Þetta kemur fram í samanburði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Þar segir jafnframt að engar eðlilegar skýringar búi að baki þessum mikla mun. 

Í Danmörku eru bílar til dæmis dýrari en hér og laun svipuð. Samt eru íslensku bílatryggingarnar 57-97% dýrari en þær dönsku. Danskt tryggingafélag innheimtir rúmlega 97 þúsund króna iðgjald á móti 153 til 192 þúsund króna iðgjaldi íslensku félaganna,“ segir í umfjöllun FÍB. 

Í umfjölluninni segir enn fremur að lítil samkeppni ríki milli félaganna hér á landi. Þá sé í raun verið að „okra“ á eigendum bifreiða. Þannig hafi allt of há iðgjöld verið tekin af íslenskum neytendum undanfarin ár. 

Sjá samanburðinn á mynd hér að neðan. 

Skjáskot af vef FÍB.
Skjáskot af vef FÍB.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert