Grunsamlegar mannaferðir á Seltjarnarnesi tilkynntar

Nokkuð var um eril hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. M.a. var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á Seltjarnarnesi klukkan korter í ellefu í gærkvöld. Enginn var sjáanlegur þegar lögregla kom á vettvang. 

Þá var ölvaður maður handtekinn rétt fyrir klukkan þrjú í nótt eftir að hann hafði slegið leigubílstjóra. Hann neitaði svo að gefa upp nafn er lögregla hafði afskipti af honum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa þar til ástand hans batnar. 

Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld barst lögreglu tilkynning um gripdeild. Par var handtekið vegna þess en við leit á þeim fundust meint fíkniefni. Þau voru laus að lokinni skýrslutöku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert