Hefur tvisvar fengið heimild til að eyða gögnum

Höfuðstöðvar Þjóðskjalasafns Íslands við Laugaveg.
Höfuðstöðvar Þjóðskjalasafns Íslands við Laugaveg.

Þjóðskjalasafn Íslands hefur í tvígang veitt sóttvarnalækni „grisjunarheimild“ í kórónuveirufaraldrinum, þ.e. veitt honum heimild til að eyða opinberum gögnum sem safnað hefur verið um fólk vegna smitrakningar.

Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum. 

Í annað skiptið var um að ræða beiðni vegna vegna staðsetningargagna sem safnað er með smáforriti á símtæki notenda. Í hitt skiptið var beiðnin vegna upplýsinga sem aflað var frá útgefendum greiðslukorta.

Í frumvarpi Svandísar er t.a.m. lagt til að eftirfarandi málsgrein bætist við lögin:

„Sóttvarnalæknir telst ábyrgðaraðili við vinnslu persónuupplýsinga vegna þeirra ráðstafana sem grípa má til samkvæmt ákvæði þessu, þ.m.t. skimana, sóttkvíar, einangrunar, faraldsfræðilegrar rannsóknar á uppruna smits og smitrakningar. Við vinnslu persónuupplýsinga skal sóttvarnalæknir gæta að reglum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, þar á meðal meginreglum þeirra um lágmörkun gagna, áreiðanleika þeirra og varðveislutíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert