Ræðir stöðuna í ríkisstjórn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun ræða stöðuna í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar innan ríkisstjórnarinnar í dag. 

Ekk­ert sam­komu­lag náðist á fundi samn­inga­nefnda flug­virkja og rík­is­ins hjá rík­is­sátta­semj­ara í gær.

Flug­virkj­ar hjá Land­helg­is­gæsl­unni hafa verið í verk­falli frá 5. nóv­em­ber, en verk­fallið hef­ur áhrif á þyrlu­flota gæsl­unn­ar. Eng­in þyrla verður til­tæk í hið minnsta tvo daga frá miðnætti á miðviku­dag.

Áslaug sagði í samtali við mbl.is á föstudag, spurð hvort til greina kæmi að setja lög á verkfallið, að staðan væri í alvarlegri skoðun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert