Þörf á inngjöf í skólamálum eftir veirutímann

Júlíus Viggó Ólafsson.
Júlíus Viggó Ólafsson.

Að brottfall úr skólunum hafi ekki aukist á tímum kórónuveirunnar segir eitt og sér takmarkaða sögu, segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.

Fulltrúar sambandsins hafa undanfarið fundað reglulega með stjórnendum skóla og menntamálaráðherra um sín hagsmunamál, svo sem prófin framundan.

„Framboð atvinnu um þessar mundir er takmarkað, framhaldsskólanemar hafa því að fáu að hverfa og halda því áfram í skólanum. Í stóra samhenginu er verðugt að hafa í huga þau langtímaáhrif sem ringulreið í skólastarfi getur haft til dæmis á landsframleiðslu og hagvöxt. Menntun þjóðarinnar er afgerandi áhrifaþáttur í því sambandi,“ segir Júlíus í Morgunblaðinnu í dag, en hann telur þurfa inngjöf í skólamálum þegar veiran er afstaðin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert