Fá ekki að opna bar á Laugavegi

Laugavegur 7. Þarna verður ekki heimilt að selja mat og …
Laugavegur 7. Þarna verður ekki heimilt að selja mat og vín. Stafsemiskvótar heimila það ekki. mbl.is/Sisi

Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur hafnað ósk um að fá að opna og reka veitingastað, vínbar eða hvort tveggja í húsinu á lóð nr. 7 við Laugaveg með afgreiðslutíma til kl. 03:00. Ástæðan er sú að um svæðið gilda svokallaðir starfsemiskvótar og veitingastarfsemi rúmast ekki innan þeirra.

Það var Basalt ehf. sem sendi þessa fyrirspurn inn og var hún tekin til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði. Fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúans að í gildi sé deiliskipulag frá 2006 fyrir reit sem afmarkast af Laugavegi, Bankastræti, Ingólfsstræti, Hverfisgötu og Smiðjustíg.

Laugavegur 7 tilheyrir Aðalverslunarsvæði 7 skv. aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 en um það svæði gilda ákveðnir starfsemikvótar. „Er í aðalskipulaginu tilgreint að hlutfall smávöruverslunar á þessu svæði skuli ekki vera lægra en 70%. Hlutfall smávöruverslunar á svæðinu er ekki nema um 64% og því myndi breyting á þessu tiltekna rými úr verslunarhúsnæði yfir í rými með veitingaþjónustu lækka það hlutfall enn frekar. Því er ekki hægt að heimila þá breytingu sem óskað er eftir í fyrirspurninni.“ sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »